6.1.2010 | 07:04
Hættið að væla.
Líklega var það slæmt að maðurinn á Bessastöðum skyldi ekki samþykkja lögin í gær. Úr því sem komið er þarf stjórnin að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst og berjast fyrir því sem hún atvinnurekendur og forystumenn launþegasamtaka telja lífsnauðsyn. Pressa verður lýðskrumarana til að útskýra hvað hangir á spítunni hjá þeim og gefa fólki tækifæri til ákvarðanatöku án moldviðris. Verði samningurinn felldur hlýtur stjórnin að pakka saman og gefa öðrum sem álitnir eru hæfari tækifæri til að taka við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2010 | 14:05
Svartnætti.
Fylgdist með umræðum á þingi milli jóla og nýars, sumir þingmanna ættu þar ekki heima ef vottur af dómgreind og heiðarleika væri einhvers metinn. Ef þetta lið á eftir að stýra gangi mála næstu ár þá er ekkert nema svartnætti sem bíður okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 13:03
Hvar er framtíðin.
Stórglæsilegur og vel máli farinn formaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir margmilljarða pappíra í fjarveru frænda sinna sem ráðamaður fyrirtækis en gerði sér ekki grein fyrir hvað hann var að gera. Fleiri stjórnmálamenn hafa í ýmsum mæli ekki gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera . Þegar maður sér allra flokka lýðskrumara á þingi er spurningin hvort þjóðin sé dæmd til glötunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)