Barnaskapur.

Fylgdist undrandi með framgangi Besta flokksins í vor, skildi ekki hvað fólk var ginkeypt þrátt fyrir skiljanlega uppgjöf á ýmsum pólitíkusum. Auðvitað vonaði maður þegar upp var staðið og ósköpin blöstu við að Besti flokkurinn myndi eins og aðrir flokkar  svíkja kosningaloforð sín. Því miður var loforðið um aukna hagsæld valdra vina og stuðningsmann sett í öndvegi. Eftir standa varnarlausir borgarar og skilja ekki hví þeir séu látnir borga brúsann. Sundlaugaferðir eru skertar, strætisvagnaferðir hækkaðar og skertar og barið á alla vegu á  þeim sem minnst hafa aflögu í þjófélaginu. Djók? Djók er dýrt þegar það er sótt í vasa þeirra sem minnst mega sín. Þó nokkrir forráðamenn bb hafi komist að kjötkötlunum og njóti djóksins þá hefur enn syrt í álinn hjá borgarbúum. Í ágætuum flutningi hljómlistamanna hljómuðu orðin fólk er fífl... Haldi  bb  að ómyndinni verði fagnað í þingkosningum þá er trúin á gullfiska minnið ofursterk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband