31.1.2011 | 18:02
Kosningaloforð standi.
Ríkisstjórn sú sem nú er við völd gaf loforð um að vernda fjöregg þjóðarinnar. Fjöldi veitti Samfylkingunni brautargengi á þeirri forsendu að öllum vafa um fiskveiðiheimildir yrði eytt. Nú stöndum við frammi fyrir því að ráðherra sjávarútvegsmála er að hopa og boðar sáttarfrumvarp innan skamms tíma. Við höfum ekki efni á eftirgjöf, ef útgerðafyrirtæki ráða ekki við 5% afskrift á nýtingarrétti er þörf á að skipta út fólki. Tug milljarða skuldir hafa verið afskrifaðir hjá kvótagenginu þó krónan sé fallin og enn er vælt. Fiskveiðiréttindi hafa verið veðsett fyrir hundruð milljarða og mestur hluti erlendum aðilum. Við munum hvernig ónefndir keyptu og seldu flugfélag sín í milli og náðu að veðsetja ekki neitt upp úr öllu valdi. Krafan hlýtur að vera að staðið verði við kosningaloforðið um óumdeild yfirráð þjóðarinnar yfir fiskveiðiheimildum .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.